Afþreying: Náttúru upplifun

Gönguferðir

Í Skagafirði er að finna fjölbreyttar og fagrar gönguleiðir, hvort sem er fyrir stuttar göngur og létta útiveru, eða lengri og meira krefjandi ferðir fyrir göngugarpa. Það er magnþrungið að sjá Skagafjörð taka á sig gjörólíka mynd þegar horft er niður í fjörðinn af fjöllunum sem umlykja héraðið eða til hálendis Íslands og nágrannabyggða og …

Gönguferðir Read More »

Náttúrulaugar

Heitt vatn rennur í iðrum jarðar í Skagafirði. Fyrir vikið er þar að finna allamargar heitar náttúrulaugar.

Fuglaskoðun

Í Skagafirði og nærsveitum er fuglalíf með því blómlegasta sem þekkist á Íslandi. Í eyjunum á Skagafirði, Drangey, Málmey og Lundey, eru varpstöðvar hundruða þúsunda sjávarfugla. Í héraðinu sjálfu má svo einnig finna eitt mesta votlendissvæði landsins og er það án efa með mikilvægustu fuglasvæðum landsins. Mikill fjöldi fugla verpir innan þess, fellir þar flugfjaðrir …

Fuglaskoðun Read More »

Bátaferðir

Fastar ferðir eru út í Drangey frá Sauðárkróki á tímabilinu 20. maí til 20. ágúst og eru farnar daglega kl.10:00. Hægt er að bæta við ferðum eftir þörfum og óskum. Í byrjun maí og eftir 20.ágúst eru ferðir eftir samkomulagi. Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er …

Bátaferðir Read More »