Gönguferðir

Í Skagafirði er að finna fjölbreyttar og fagrar gönguleiðir, hvort sem er fyrir stuttar göngur og létta útiveru, eða lengri og meira krefjandi ferðir fyrir göngugarpa. Það er magnþrungið að sjá Skagafjörð taka á sig gjörólíka mynd þegar horft er niður í fjörðinn af fjöllunum sem umlykja héraðið eða til hálendis Íslands og nágrannabyggða og er upplifunin magnþrungin.

Nokkrar gönguleiðir á fjöll eru stikaðar og færar flestum til uppgöngu (sjá kort í miðopnu). Gefin hafa verið út tvö göngukort um gönguleiðir um fjallgarðana í vestanverðum Skagafirði og fjögur göngukort um gönguleiðir um hinn svonefnda Tröllaskaga í austanverðum Skagafirði.

Göngukort og gagnlegar upplýsingar um gönguleiðir og fjallaskála má fá í Upplýsingamiðstöðvum ferðamála í Varmahlíð og á Sauðárkróki.