Söfn og Sýningar

Skagafjörður státar af ríkulegum menningararfi og fornfrægum sögustöðum en allt frá landnámstíð hefur Skagafjörður gegnt mikilvægu hlutverki í þjóðarsögunni.

Má þar nefna að margir örlagaríkustu atburðir á átakatímum fyrstu alda Íslands gerðust í Skagafirði, atburðir sem höfðu afgerandi áhrif á þróun íslensks þjóðlífs og stjórnarfars. Nábýli við sterkt kirkjulegt vald, klaustur og biskupsstól sem var um aldaraðir önnur helsta valdamiðstöð landsins, hafði mikil áhrif á menningu Skagafjarðar en í héraðinu bjuggu einnig öflugir veraldlegir höfðingjar um aldaraðir.

Hnitmiðaðar upplýsingar um sögu Skagafjarðar og nágrennis má m.a. finna hér (setja inn slóð) og Sögukorti Norðurlands vestra sem fæst í upplýsingamiðstöðvum ferðamála og helstu verslunum héraðsins. Kortið er fáanlegt á ensku og íslensku.