Árstíð: Sumar

Veiði

Víða í Skagafirði er hægt að komast í veiði, bæði í fugl og fisk. Stangveiði er góð í mörgum vötnum og ám, og t.d. eru veiðivötn á Skaga vinsæl meðal stangveiðimanna. Einnig er hægt að komast í sjóstangveiði, svartfugl, gæs eða rjúpu. Svo er alltaf sígild fjölskylduskemmtun að veiða í fjörum eða dorga á bryggjum.

Fuglaskoðun

Í Skagafirði og nærsveitum er fuglalíf með því blómlegasta sem þekkist á Íslandi. Í eyjunum á Skagafirði, Drangey, Málmey og Lundey, eru varpstöðvar hundruða þúsunda sjávarfugla. Í héraðinu sjálfu má svo einnig finna eitt mesta votlendissvæði landsins og er það án efa með mikilvægustu fuglasvæðum landsins. Mikill fjöldi fugla verpir innan þess, fellir þar flugfjaðrir …

Fuglaskoðun Read More »