Veiði

Víða í Skagafirði er hægt að komast í veiði, bæði í fugl og fisk. Stangveiði er góð í mörgum vötnum og ám, og t.d. eru veiðivötn á Skaga vinsæl meðal stangveiðimanna. Einnig er hægt að komast í sjóstangveiði, svartfugl, gæs eða rjúpu. Svo er alltaf sígild fjölskylduskemmtun að veiða í fjörum eða dorga á bryggjum.