Afþreying: Útivist

Gönguferðir

Í Skagafirði er að finna fjölbreyttar og fagrar gönguleiðir, hvort sem er fyrir stuttar göngur og létta útiveru, eða lengri og meira krefjandi ferðir fyrir göngugarpa. Það er magnþrungið að sjá Skagafjörð taka á sig gjörólíka mynd þegar horft er niður í fjörðinn af fjöllunum sem umlykja héraðið eða til hálendis Íslands og nágrannabyggða og …

Gönguferðir Read More »

Golf

Hlíðarendavöllur ofan Sauðárkróks er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar. Af gulum teigum 5636 metrar og af rauðum 4876 metrar.

Fuglaskoðun

Í Skagafirði og nærsveitum er fuglalíf með því blómlegasta sem þekkist á Íslandi. Í eyjunum á Skagafirði, Drangey, Málmey og Lundey, eru varpstöðvar hundruða þúsunda sjávarfugla. Í héraðinu sjálfu má svo einnig finna eitt mesta votlendissvæði landsins og er það án efa með mikilvægustu fuglasvæðum landsins. Mikill fjöldi fugla verpir innan þess, fellir þar flugfjaðrir …

Fuglaskoðun Read More »