Golf

Hlíðarendavöllur ofan Sauðárkróks er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar. Af gulum teigum 5636 metrar og af rauðum 4876 metrar.