Árstíð: Haust

Golf

Hlíðarendavöllur ofan Sauðárkróks er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar. Af gulum teigum 5636 metrar og af rauðum 4876 metrar.

Náttúrulaugar

Heitt vatn rennur í iðrum jarðar í Skagafirði. Fyrir vikið er þar að finna allamargar heitar náttúrulaugar.

Veiði

Víða í Skagafirði er hægt að komast í veiði, bæði í fugl og fisk. Stangveiði er góð í mörgum vötnum og ám, og t.d. eru veiðivötn á Skaga vinsæl meðal stangveiðimanna. Einnig er hægt að komast í sjóstangveiði, svartfugl, gæs eða rjúpu. Svo er alltaf sígild fjölskylduskemmtun að veiða í fjörum eða dorga á bryggjum.