Árstíð: Haust

Hestaferðir

Í Skagafirði er hægt að finna hestaferðir við allra hæfi. Hægt er að leigja hesta fyrir lengri og styttri hestaferðir um hálendið og allt í kring. Víðast hvar er ekki mikil vegalengd frá bænum og í friðsældina í sveitinni um kring, þar sem friðurinn er alger og hægt er að njóta náttúrufegurðarinnar. Skoðaðu valkostina hér …

Hestaferðir Read More »

Golf

Hlíðarendavöllur ofan Sauðárkróks er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar. Af gulum teigum 5636 metrar og af rauðum 4876 metrar.

Náttúrulaugar

Heitt vatn rennur í iðrum jarðar í Skagafirði. Fyrir vikið er þar að finna allamargar heitar náttúrulaugar.