Söfn og Sýningar
Skagafjörður státar af ríkulegum menningararfi og fornfrægum sögustöðum en allt frá landnámstíð hefur Skagafjörður gegnt mikilvægu hlutverki í þjóðarsögunni. Má þar nefna að margir örlagaríkustu atburðir á átakatímum fyrstu alda Íslands gerðust í Skagafirði, atburðir sem höfðu afgerandi áhrif á þróun íslensks þjóðlífs og stjórnarfars. Nábýli við sterkt kirkjulegt vald, klaustur og biskupsstól sem var …