Sundlaug Sauðárkróks er staðsett í hjarta Sauðárkróks. Á laugarsvæði er að finna 25x8 metra sundlaug sem er frá 0,9 - 2,7 metrar á dýpt. Auk sundlaugar er að finna tvo heita potta, annan 39°C og hinn 41°C. Í báðum pottum er loftnudd. Sundlaugarbakkinn er lagður stömu tartan efni sem hitað er upp með snjóbræðslukerfi.
Skagfirðingabraut, 550 Sauðárkrókur
https://www.skagafjordur.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/ithrottamannvirki/opnunartimi-sundlauga003544535226