Lambagras Cultura býður upp á gönguferðir með sérhæfðri leiðsögn um Hóla í Hjaltadal og nágrenni og Hofsós á Höfðaströnd. Áhersla er lögð á sögu- og menningarferðaþjónustu og persónulega þjónustu.
Afþreying fyrir alla
Skagafjörður er sannkallaður ævintýraheimur þar sem fjölbreytt afþreying í undursamlegri íslenskri náttúru er í boði fyrir alla.
Árstíð
- Allt árið
- Haust
- Sumar
- Vetur
- Vor
Afþreying
- Allar afþreyingar
- Gönguleiðir
- Handverk
- Íslenski hesturinn
- Náttúru upplifun
- Söfn og menning
- Sundlaugar & náttúrulaugar
- Útivist
- Veiði
31 Niðurstöður
Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra.
Víðimýrarkirkja er ein af örfáum varðveittum torfkirkjum landsins frá árinu 1834. Tvísýnt um afdrif hennar í upphafi 20. aldar en síðar áttuðu menn sig á því að hér var um ómetanleg menningarverðmæti að ræða.
Sögursetur íslenska hestsins er fjallað um sögu íslenska hestsins frá ýmsum sjónarhornum. Á sýningunni er m.a athyglinni beint að handverkinu og listfengi smiðanna sem bjuggu til búnað fyrir reiðhross velmegandi fólks. Heillandi myndefni sem skreytir söðla, sylgjur, hringjur og söðuláklæði vitnar um hagleik og þekkingu þeirra sem sköpuðu þessa ríkulegu arfleifð. Sömuleiðis varpar reiðbúnaður fyrri alda ljósi á þróun reiðtygja og fyrir hvað þau stóðu, ásamt reiðhestinum sem búinn var þessum gersemum.
Hestaleigan Langhúsum er staðsett í Fljótum, miðja vegu milli Hofsóss og Siglufjarðar. Við sérhæfum okkur í persónulegri þjónustu, og byggjum á margra ára reynslu í að gera skemmtilegar upplifanir. Barnafjölskyldur, pör, vinir, allir, hingað er gaman að koma. Eins og tveggja tíma reiðtúrarnir okkar eru mjög vinsælir, en við getum fariðlengri reiðtúra. Í viðbót við reiðtúrinn, þá byrjum við á hálftíma reiðkennslu á undan (fyrir þá sem vilja), ókeypis, sem gefur frábært öryggi fyrir byrjendur. Við höfum trausta rólega hesta fyrir algera byrjendur og aðra fjörugri hesta hesta ef vanari knapar óska eftir þeim.
Í Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Hljóðleiðsögnin er á íslensku, ensku, þýsku, norsku og tyrknesku. Sýninguna prýða 30 listaverk sem unnin eru af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum. Við Kakalaskála er jafnframt að finna stórt útilistaverk, Sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246 (Grjótherinn). Verkið var sett upp af Sigurði Hansen. Á staðnum er einnig Vinnustofa Maríu þar sem er að finna handverk og ýmislegt gamalt og nýtt.
Frekari upplýsingar veita Sigurður í síma 899 2027 og María í síma 865 8227.
Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum, og þar er lundinn frægastur fugla.
Ferðin í Drangey tekur ca. 4.klst. með siglingu, göngu, leiðsögn og fuglaskoðun.
Komdu og njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð.
Einnig bjóðum við upp á siglingartúr í kringum Drangey og sjóstangveiði.
Söguskjóðan býður upp á tilbúnar ferðir með leiðsögn á Norðurlandi vestra. Einnig tökum við að okkur klæðskerasniðna leiðsögn og rútuakstur fyrir hópa eða fjölskyldur.
Austurgata 5, 565 Hofsós
003548673164
Syðra-Skörðugil býður upp á 1 og 2 klukkustundna hestaferðir.
1 klst hestaferð þar sem farið er um hluta Syðra-Skörðugils. Fyrir byrjendur og lítið vana.
2 klst hestaferð í landi Syðra-Skörðugils. Í ferðinni er hægt að njóta kyrrðar í yndislegu landslagi og fallegu útsýni.
Skíðasvæðið í Tindastóli hentar sérlega vel fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna tvær lyftur ásamt töfrateppi. Neðri lyfta fer í 900 metra hæð (440 metra yfir sjávarmáli) og eru 2 brautir norðan og vestan megin. Efri lyftan byrjar þar sem fyrri endar, er 1045 metrar á hæð og fer alveg upp á topp Tindastóls þar sem lofhæðin er 903 metrar yfir sjávarmáli og útsýnið einstakt. Stökkpallar og brautir eru fyrir snjóbrettafólk í Tindastóli.
Göngubraut er troðin alla daga sem opið er á svæðinu. Troðinn er 4-7 km hringur í fjölbreyttu landslagi, en einnig er hægt að fara styttri hring á tiltölulega sléttu svæði.
Lítil og notaleg verslun í sveit með vandað handverk og matvöru unna beint frá býli.
Sögusetrið 1238 er gagnvirk og alltumlykjandi sýning sem færir þig mun nær sögulegum stórviðburðum en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika bjóðum við þér að taka þátt í átakamestu atburðum Íslandssögunnar og beinlínis stíga inní sögu Sturlungaaldar.
Einnig erum við með veitingastað í húsinu, Grána bistro sem að býður uppá frábæran mat og þægilega stemningu.
Sýningin „Mannlíf í torfbæjum“, í gamla bænum í Glaumbæ ber vitni um merkilegt mannlíf fyrr á tímum þar sem öllu hefur verið komið fyrir með svipuðu móti og gerðist á myndarheimilum á 19. öld. Gilsstofa og Áshús eru 19. aldar hús, sem standa í Glaumbæ. Í Áshúsi eru sýningar um heimilishald á fyrri hluta 20. aldar og kaffistofan Áskaffi.
Gamli bærinn í Glaumbæ er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.
Gallerí Alþýðulist er handverkssala í Varmahlíð. Við höfum í yfir 20 ár selt handunnar íslenskar vörur úr Skagafirðinum.
Skólavegur 1, 560 Varmahlíð
003544537000
Sundlaug Sauðárkróks er staðsett í hjarta Sauðárkróks. Á laugarsvæði er að finna 25x8 metra sundlaug sem er frá 0,9 - 2,7 metrar á dýpt. Auk sundlaugar er að finna tvo heita potta, annan 39°C og hinn 41°C. Í báðum pottum er loftnudd. Sundlaugarbakkinn er lagður stömu tartan efni sem hitað er upp með snjóbræðslukerfi.
Skagfirðingabraut, 550 Sauðárkrókur
https://www.skagafjordur.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/ithrottamannvirki/opnunartimi-sundlauga003544535226
Á Hellulandi hjá Icelandhorsetours býðst þér að fara á hestbak og í hestaferðir, skoða dýrin okkar (geitur, kindur, hestar, hænur, kanínur, kísu) og gista hjá okkur. Boðið er upp á styttri eða lengri hestaferðir, fyrir einstaklinga eða hópa og það skiptir engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur – við gerum okkar besta til að sérsniða túr sem henda þér!
Heitt vatn rennur í iðrum jarðar í Skagafirði. Fyrir vikið er þar að finna allamargar heitar náttúrulaugar.
Reykjaströnd, 551 Sauðárkrókur
003548417313
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem fljótasiglingar hafa verið starfræktar síðan 1994.
Bjóðum einnig upp á kayakferðir niður Svartá og paintball. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar.
Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana.
Lýtingsstaðir er sveitabær með hrossarækt. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin síðan árið 2000. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús.
Sundlaugin í Varmahlíð er vinsæl fjölskyldulaug með tvær rennibrautir. Önnur er lítil og góð fyrir þau minnstu en hin er stór og hentar betur fyrir eldri börn. Laugin skiptist í 25 metra laug og 8 metra laug sem er grynnri og heitari og hentar einstaklega vel fyrir alla fjöslkylduna.
Stutt er í Reykjarhólinn frá Sundlauginni í Varmahlíð, en þar er að finna skemmtilegar gönguleiðir fyrir alla aldurshópa og einstakt útsýni. Við hliðina á sundlauginni er körfuboltavöllur og aðeins ofar er að finna sparkvöll og ærslabelg.
Markaðurinn býður upp á nytsamlega hluti og fallegt handverk. Opið er yfir sumartímann og er staðsetninginn inn í Grunnskólanum á Hofsósi.
Samgöngusafnið í Stóragerði var formlega opnað þann 26. júní 2004. Þá var safnið 600 fm salur með lítilli gestamóttöku. Á nokkrum árum var umfangið á safninu orðið það mikið að stækka þurfti salinn um 800 fm ásamt gestamóttökunni, byrjað var á því haustið 2010 og var full klárað fyrir sumarið 2013. í dag eru um 100 tæki til sýnis í salnum og má þar nefna bíla, rútur, mótorhjól, snjósleða, búvélar, flugþyt og ekki má gleyma öllu því smádóti sem tengist samgöngusögu Íslendinga. Fyrir utan safnið og í kringum það má svo áætla að séu í kringum 200-250 bílar og tæki í misgóðu ásigkomulagi sem flestum gestum okkar þykir ótrúlega gaman að skoða. Verið velkomin í Stóragerði
Straumhörð ævintýri: eitthvað sem þú verður að prufa á Íslandi
Hilma - hönnun og handverk - ehf. er prjónahönnunarfyrirtæki sem framleiðir einstakar prjónaflíkur, prónaband og uppskriftir.
Rúnalist Gallerí framleiðir vörur úr hráefni af býlinu s.s. skinnum, ull og hornum. Vörur beint frá býli og húsdýraskoðun t.d. íslenskar landnámsgeitur.
Hóladómkirkja er elsta steinkirkja landsins vígð árið 1763. Þar er að sjá helstu þjóðargersemar okkar íslendinga, Hólabríkina, sem er frá 1520 og skírnarfont frá miðöldum og frumeintak af Guðbrandsbiblíu sem prentuð var á Hólum 1584. Í Hóladómkirkju er messað alla sunnudaga kl. 14:00 og tónleikar kl. 16:00 frá 14. júní - 23. ágúst. Messukaffi er í boði Hólanefndar.
Hólar í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur
003548959850
Búminjasafnið Lindabæ hóf starfssemi þann 28.júní 2015. Sigmar Jóhannsson byrjaði að safna dráttarvélum um 1990 þegar hann eignaðist Farmal Cub með sláttuvél og einnig fylgdi plógur. Upp frá því fjölgaði dráttarvélum og öðrum búminjum. Í safninu eru um 20 uppgerðar dráttarvélar, ljábrýnsluvél, hverfisteinar, hestarakstarvél, klyfberar og margt fleira sem áhugavert er að sjá.
Sundlaugin á Hofsósi þykir sérstaklega falleg og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga frá því hún var tekin í notkun. Sundlaugin og umhverfi hennar er einkar glæsilegt. Lauginni var valinn staður niður á sjávarbakka, sunnarlega í þorpinu, ofan við svonefnda Staðarbjargarvík. Laugin er þannig frágengin að þegar synt er frá suðri til norðurs rennur vatnsflötur laugarinnar saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey.
Það voru athafnakonurnar Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir sem gáfu íbúum á Hofsósi sundlaugina á kvennréttindadaginn 19. júní árið 2007.
Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Lýtingsstaðir er staðdett 19km frá þjóðveg1, sunnan við Varmahlíð. Hér hefur verið rekin hestatengd ferðaþjónusta til fjölda ára. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningumeð gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
Rætur Hestasports teygja sig allt til ársins 1974.
Frá upphafi hefur öll starfsemi Hestasports byggst á persónulegri þjónustu og litlum hópum.
Fágætt útreiðasvæði á Vindheimamelum býður upp á mikið úrval skemmtilegar reiðleiða sem hentar bæði byrjendum og þaulvönum knöpum.
Á góðum hesti með reyndum leiðsögumönnum eru þér flestir vegir færir, að slaka á í náttúrunni og skoða Reykjafoss, að ríða ár og læki eða taka hestinn til kostanna á bökkum Svartár.
Við sérsniðum með ánægju ferð handa þér. Hafðu endilega samband!
Hlíðarendavöllur á Nöfunum á Sauðárkróki er einn lengsti og glæsilegasti 9 holu golfvöllur landsins og fær einróma lof þeirra sem hann sækja. Hann þykir sérstaklega erfiður fyrir þá sem spila á rauðum teigum. Af hvítum teigum er völlurinn tæplega 6000 metrar. Af gulum teigum 5636 metrar og af rauðum 4876 metrar.
Á Hlíðarendavelli spilar þú golf með frábært útsýni yfir eyjarnar í Skagafirði.