Tindastóll frá skíðasvæði

Lagt er af stað frá skíðasvæði Tindastóls. Í byrjun er leiðin brött en vel þess virði þar sem við tekur sléttara undirland og glæsilegt útsýni yfir Skagafjörð og Sauðárkrók. Gengið er austur yfir Stólinn að Einhyrningshorni. Þar er varða og gestabók þar sem einnig er tilvalið að tylla sér og fá sér nesti áður en haldið er sömu leið til baka.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband.