Tindastóll
Gönguleið með frábæru útsýni yfir Gönguskörð, Sauðárkrók og út á Skagafjörð. Ekið út af Þverárfjallsvegi, nr 744 við gönguleiðaskiltið vestan við bæinn Skarð og ekið upp ca 300m norðan við Hraksíðuá. Á leiðinni eru hlið sem mikilvægt er að loka aftur. Við upphafsreit er upplýsingaskilti um gönguleiðina á íslensku. Gengið er eftir stikaðri leið að vörðu á Einhyrning suðaustast á Tindastóli, 795 m.y.s. Falleg og skemmtileg leið með góðu útsýni yfir Sauðárkrók og fjörðinn.
- 1 Miðlungs
- 2 Haust, Sumar, Vor