Molduxi

Molduxi er eins konar bæjarfjall Sauðkrækinga enda staðsett rétt við Sauðárkrók. Fjallið er 706 m hátt og er nokkuð auðvelt uppgöngu. Þaðan er víðsýnt yfir Skagafjörð og liggur vinsæl gönguleið upp á fjallið frá Hótel Miklagarði upp í gegnum Litlaskóg eftir nokkuð sýnilegri slóð. Molduxi er hluti af leifum fornrar megineldstöðvar og er þar að finna mikið af líparít.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband.