Litli Skógur og Skógarhlíð | Sauðárkrókur
Litli Skógur og Skógarhlíðin eru útivistarsvæði í og við Sauðárgil á Sauðárkróki. Þar er mikill gróður og skjólsælt og margir stígar sem gaman er að kanna. Göngustígarnir liggja meðfram ánni ofan í gilinu og tengjast svo Skógarhlíðinni við gamla vatnshúsið sem er þar rétt fyrir ofan. Virkilega falleg og skemmtileg leið fyrir alla fjölskylduna með frábæru útsýni yfir Skagafjörð og bæinn. Stórskemmtilegt svæði þar sem upplagt er að taka með sér nesti og njóta útivistarinnar.
- 1 Auðvelt
- 2 Haust, Sumar, Vetur, Vor