Hróarsgötur
Hróarsgötur er gömul þjóðleið suðvestan í Heiðarhnjúki í Gönguskörðum. Skemmtileg ganga sem inniheldur fallegt útsýni yfir sveitir og bæi í nágrenni.
Gengið er af skíðalyftuvegi sunnan við Lambá, þar sem hægt er að leggja bíl, fylgt er götu á skilum í landslaginu suðaustur með Heiðarhnjúki austur fyrir Veðramót og þar niður á veg 744. Á leiðinni eru tveir leiðarpunktar þar sem farið er í gegnum hlið.
- 1 Auðvelt
- 2 Haust, Sumar, Vor