Gvendarskál
Upp í Gvendarskál er stutt en nokkuð brött gönguleið sem liggur að altari Guðmundar góða biskups. Slóðinn liggur upp í gegnum skóginn, er vel stikaður en svolítið grýttur á köflum. Skemmtileg gönguleið í fögru umhverfi með útsýni yfir Hjaltadal og út á Skagafjörð. Við altarið finnur þú kassa með gestabók. Gengið er sömu leið til baka.
- 1 Erfitt, Miðlungs
- 2 Haust, Sumar, Vor