Glerhallavík

Glerhallavík er vík undir hömrum Tindastóls á Reykjaströnd í Skagafirði. Hún er þekkt vegna glerhalla sem voru þar í fjörunni en það eru holufyllingar úr kvarsi sem hafa losnað úr berginu og slípast í brimi í fjörunni. Gangan hefst við gistiheimilið Reyki. Gengið er að Glerhallavík og aftur til baka. Ekið er að Reykjum á Reykjaströnd, farið ofan túns og eyðibýlis ofan í Sandvík, en síðan gengið undir bökkunum út í Glerhallavík. Gönguleiðin er að hluta stórgrýtt fjara svo vanda þarf skófatnað. Tilvalið að fara í Grettislaug eftir gönguna og njóta. Steinataka er með öllu óheimil.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband.