Gilsbunga
Leiðin hefst við norðurenda götunnar Háuhlíðar á Sauðárkróki, upp að Gilsbungu og aftur til baka. Ferðin hefst á göngu eftir jeppavegi sem liggur allt suður að vatnsveitumannvirkjum við rætur Gilsbungu. Á leiðinni er farið í gegnum hvítt hlið. Góð gönguleið. Mesta hæð við rætur Gilsbungu er um 500 m.y.s. Til viðbótar er ganga á Staðaröxl, 836 m.y.s. og/eða Gilsbungu, 842 m.y.s., erfiðisins virði með frábæru útsýni. Stytta má leiðina og ganga aðeins að umhverfislistaverkinu Útsjón eftir Ægi Ásbjörnsson sem stendur við kletta fyrir ofan bæinn Brennigerði.
- 1 Miðlungs
- 2 Haust, Sumar, Vor