Borgarsandur | Sauðárkrókur

Mjög falleg strandlengja við Sauðárkrók. Gengið er eftir svartri ströndinni alla leið niður að ósum Héraðsvatna. Á leiðinni er gengið fram hjá skipsflaki sem er orðið nokkurskonar kennileyti á sandinum. Flakið er af skipinu Ernunni sem dregin var frá Sauðárkrókshöfn í kringum 1970 en til stóð að brenna skipið við Borgarsand. Ekki tókst betur til en hún brann ekki og endaði sem draugaskip í fjöruborðinu. Frábær staður fyrir ljósmyndara. Mjög gott aðgengi er að fjörunni allan ársins hring.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband.