Bólugil

Bólugil er mikið og fallegt gil staðsett við bæinn Bólu í Blönduhlíð í Skagafirði. Í gilinu er falleg fossaröð þar sem áin fellur um 140m fram og myndar 7 fossa í röð. Í gilinu má lesa áhugaverða jarðfræðisögu. Einnig er sagt að skessan Bóla hafi haldið sig í tilkomumiklu gljúfrinu. Hægt er að leggja bíl við þjóðveg 1 og hefja gönguna þar eða keyra upp malarveg meðfram ánni og stytta gönguna örlítið. Haldið er upp gilið, að fossinum og aftur að byrjunarreit. Hentug gönguleið þar sem njóta má fallegrar náttúru.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband.