Áshildarholtsvatn l Sauðárkrókur

Auðveld og skemmtileg ganga hringinn í kringum Áshildarholtsvatn. Fuglalíf við og á Áshildarholtsvatni er einstakt. Ábúendur við vatnið hafa sýnt mikla fyrirhyggju og sameinast um að friða vatnsbakkann umhverfis vatnið og það fuglalíf sem á vatninu er. Gestum er bent á að halda sig innan göngustígsins að Sjávarborg til að trufla ekki fuglalífið. Helstu fuglategundir sem sjást eru Flórgoði, Stokkönd, Skúfönd, Gargönd, Duggönd, Urtönd, Rauðhöfði, Grágæs, Álft, Jaðrakan, Hrossagaukur. Sjávarborgarkirkja er staðsett á leiðinni, byggð árið 1853. Lengd leiðar 5 km.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband.