Glóðafeykir

Glóðarfeykir er tilkomumikið og formfagurt fjall með tröppulaga hraunlagastöflum fyrir ofan bæinn Flugumýri. Leiðin upp á Glóðafeyki hefst við Flugumýrarkirkju og er gengið upp á Glóðafeyki að norðanverðu. Á leiðinni er farið yfir prílu og í gegnum hlið sem mikilvægt er að loka á eftir sér. Fjallið er tignarlegt og á toppnum er glæsilegt útsýni yfir Skagafjörð.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að hafa samband.