Gestahúsið okkar er fyrir allt að 10 manns en rúm fyrir 9, það er sameiginlegt baðherbergi og eldhús. Það er staðsett við hliðina á húsinu okkar og það er ávallt velkomið að líta við fyrir frekari upplýsingar. Það er í boði að koma með okkur í húsin til að skoða dyrin okkar eins og hestar, kindur, geitur, hænur, kanínur og kisu.
Gisting
Í Skagafirði er fjölbreytt úrval af gistimöguleikum sem veita þér einstaka upplifun og tryggir góðan nætursvefn.
Árstíð
- Allt árið
- Haust
- Sumar
- Vetur
- Vor
Gistingar
- Allar gistingar
- Gistiheimili
- Heimagisting
- Hótel
- Sumarhús
- Svefnpokapláss
- Sveitagisting
- Tjaldstæði
34 Niðurstöður
Huggulegt 19 herbergja hótel í Varmahlíð. Öll herbergin eru með sér baðherbergi og uppábúnum rúmum. Góð wifi tenging er á öllu hótelinu. Morgunverður er innifalinn í verðum.
Hótelið er vel staðsett, bæði fyrir gesti sem eru á ferðinni norður eða suður og einnig fyrir þá sem vilja dvelja í Skagafirði og njóta alls þess sem fjörðurinn hefur upp á að bjóða.
Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns.
Lýtingsstaðir er staðsett 19km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð og beint fyrir neðan Mælifellshnjúkinn.
Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús með tveimur hellum, ísskáp og brauðrist, pottar og leirtau. Setlaug er á milli húsanna þriggja. Á bænum er boðið upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana og hægt er að skoða torfhesthúsið með sýningu t.d. á gömlum reiðtygjum.
Fyrirtækið Hestasport býður gistingu í sumarhúsum við Varmahlíð, allt frá 35 fermetra "stúdío" húsum upp í 50 fermetra hús með herbergjum og svefnlofti, bæði í uppbúnum rúmum og svefnpokaplássi . Öll húsin eru með eldunaraðstöðu. Húsin standa í hring um upphlaðinn heitan pott sem myndar einskonar torg í miðri húsþyrpingunni
Velkomin á slóðir Sturlunga og Ásbirninga.
Smáhýsi er 25 fm, með gistiplássi fyrir 4-5 manns og hægt að leigja í einn sólarhring eða lengur. Útbúið öllum nútímaþægindum í skjólsælu umhverfi.
Gimbur er staðsett nyrst á Tröllaskaga mitt á milli Hofsóss og Siglufjarðar. Fjöldi gönguleiða bæði til fjalla og við hafið og mjög fjölbreytt fuglalíf. Í húsinu er fyrirmyndar aðstaða fyrir allt að 20 manns, með heitum potti, samkomusal, góðu eldhúsi og grilli. Sólin sest ekki í 3 vikur á sumrin. Á veturna er staðurinn frábær fyrir skíðafólk og stjörnu og norðurljósa.
Hofsstaðir er lítið fjölskyldurekið 33 herbergja sveitahótel. Herbergin eru rúmgóð, 26 fm með baði og hafa þau öll útsýni yfir Héraðsvötnin og Skagafjörðinn. Veitingastaðurinn býður upp á einstaka matarupplifun með mikilfengnu panorama útsýni.
Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Tjaldsvæðið á Sauðárkróki er staðsett í miðju bæjarins við hliðina á sundlauginni og hoppubelg fyrir börnin. Stórt og gott þjónustuhús er á svæðinu, með sturtum, heitu og köldu vatni og þvottavél og þurrkara. Hægt er að kaupa rafmagn og tæma ferðasalerni.
Stutt er í alla helstu þjónustu, ss. sundlaug, verslanir, söfn, veitingastaði, golfvöll og fleira. Samstarf er á milli tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð.
Skagfirðingabraut v/hliðina á sundlauginn, 550 Sauðárkrókuri, 550 Sauðárkrókur
https://www.tjoldumiskagafirdi.is003548993231
Við erum með gistingu í Sunnubergi sem er gistiheimili með 5 herbergjum 4x2ja manna og 1x1manns öll með baði, ekki eldunaraðstaða, sjónvarpskrókur þar sem hægt er að hella á kaffi.
Prestbakki, þar er gisting bæði í uppábúnum rúmum og svefnpoka, sameiginleg stofa og eldhús, hentar vel fyrir fjölskyldur og hópa.
Gistihúsið Himnasvalir er á Egilsá í Norðurárdal í Skagafirði. Gestgjafar ykkar eru Jóhann R. Jakobsson og fjölskylda. Við bjóðum upp á persónulegt viðmót og fjölbreytta aðstöðu, sem hentar einstaklingum, fjölskyldum og hópum í fallegu umhverfi Norðurárdals.
Við bjóðum gistingu í tveimur íbúðum í fallega uppgerðu íbúðarhúsi. Önnur íbúðin er studio íbúð í risi sem rúmar þrjá í gistingu (tvöfalt rúm og svefnsófi). Þar er sér baðherbergi og eldunaraðstaða. Útsýnið er mjög fallegt. Í hinni íbúðinni eru tvö tveggja manna herbergi sem deila baðherbergi. Einnig er þar rúmgott eldhús, vel búið tækjum og falleg setustofa.
Á Stóru-Seylu skammt norðan Varmahlíðar er í boði lúxus gisting í einu tveggja manna herbergi. Sloppar, handklæði og sápur fylgja. Sjónvarp og frír aðgangur að interneti. Aðgangur að heitum potti. Frábært útsýni yfir eylendi Skagafjarðar. Landnámshænur og hestar á bænum.
Bændagistingin á Hofsstöðum býður ferðamönnum upp á að eiga notalega dvöl í fögru umhverfi miðsvæðis í Skagafirði þar sem nær jafnlangt er til allra þéttbýlisstaða í Skagafirði. Frá Hofsstöðum er fallegt útsýni yfir fjörðinn og stutt í áhugaverða staði og fjölbreytta afþreyingu. Góð staðsetning til að eiga notalegt frí í Skagafirði og til ferðalaga á Norðurlandi.
Brekkukot ,,sælureitur í sveit" stendur á einkalóð á jörðinni Stóru Ökrum í Blönduhlíð, Skagafirði. Afleggjarinn að húsinu er um 2 km. frá þjóðvegi nr. 1 þar sem vegvísir er. Ekið er í gegnum hlað á Stóru-Ökrum og upp til fjalls.
Á hinum einstaka stað Reykjum á Reykjaströnd er að finna margvíslega þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn. Má þar nefna gistingu í gistiheimilinu, tjaldsvæði, kaffihús og hina rómuðu náttúrulaug Grettislaug. Skemmtilegar gönguleiðir eru í kringum svæðið og fuglalíf fjölbreytt.
Reykjaströnd 551 Sauðárkrókur
003544536506
Grand-Inn Bar and Best gistihús er með fimm 2 manna herbergi (2 hjóna og 3 twin). Húsið hefur upp á að bjóða fullbúið eldhús, þvottavél og þurrkara, sjónvörp í öllum herbergjum, frít WiFi, sameiginlegt bað og auka WC. Ekki er verra að bar bæjarins er við næstu dyr. Opið allt árið - endilega hringið til að fá gott verð. Það er hægt að fá sér verð fyrir hópa sem bóka allt húsið (í minnst 2 nætur)
Aðalgata 19, 550 Sauðárkrókur
003548445616
Dalasetur er staðsett í Unadal í Skagafirði, í nálægð við Hofsós. Við bjóðum upp á 3 bjálkahús í rólegu og fallegu umhverfi.
Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (hótel síðan 1884), þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnunum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og eru þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl og 10 í nútímastíl en allt með nútíma þægindum; sjónvarpi, interneti. Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni. Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki.
Sölvanes er lítið fjölskyldufyrirtæki, staðsett 21 km sunnan við Varmahlíð, við veg 752. Boðið er upp á gistingu í 2 húsum með sameiginlegu baði. Gönguleiðir eru beint upp frá bænum og í næsta nágrenni. Stutt í ýmsa afþreyingu s.s. hestaleigu og flúðasiglingar. Góð tenging er við Kjalveg og Sprengisandsleið. Við rekum sauðfjárbú og bjóðum upp á sveitaheimsóknir og afurðir seldar á staðnum beint frá búinu. Verið velkomin!
Brúnastaðir er býli sem staðsett er við utanverðan Tröllaskaga, mitt á milli Hofsós og Siglufjarðar. Þar er fjölskyldurekið bú með ferðaþjónustu. Leigð eru út tvö stór hús í heilu lagi sem að hafa 10 rúm hvort um sig. Heitir pottar eru við bæði húsin. Mjög fjölskylduvænt umhverfi þar sem húsunum fylgir aðgangur að litlum dýragarði og frjáls aðgangur að tveimur 'sit on top' kajökum á Miklavatn sem er skammt frá. Tröllaskaginn er paradís fyrir útivistarfólk með ótal gönguleiðum í fögru umhverfi. Stutt í skemmtileg söfn og veitingastaði á Siglufirði og Hofsósi.
Hlín gistiheimili er fjölskyldurekið gistiheimili staðsett á Steinsstöðum í Skagafirði. Mikið af afþreyingarmöguleikum á svæðinu. Gistiheimilið er opið allt árið en einungis undir hópa yfir vetrarmánuðina.
Í boði er gisting í sumarhúsi við þjóðveg 75. Um 5 km frá Sauðárkróki.
Stærð 26 fm + verönd 9 fm. Herbergi með tvíbreiðu rúmi, opið rými með tvíbreiðum svefnsófa og eldunaraðstöðu, og snyrting með sturtu. Rúmföt, sængurföt, handklæði og borðbúnaður fylgir.
Gistiheimilið 550 Guesthouse er vel staðsett rétt við Aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Nokkrar stærðir herbergja eru í boði; ýmist með sér baði eða með sameiginlegri bað- og snyrtiaðstöðu. Sjónvarp og þráðlaust net er í hverju herbergi. Gestir okkar hafa einnig aðgang að eldhúsi og setustofu með sjónvarpi.
Ferðaþjónustan á Hólum býður upp á gistingu, í uppbúnum rúmum eða svefnpokagistingu.
Hólar í Hjaltadal eru meðal merkustu sögu- og menningarstaða landsins, enda fjölsóttir af ferðamönnum. Einkum eru það sagan, náttúrufegurðin og Hóladómkirkja sem heilla, auk þess sem sem staðurinn skipar ákveðinn heiðurssess í hugum aðdáenda íslenska hestsins víða um heim.
Hótel Mikligarður er sumarhótel staðsett í heimavist Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hér eru í boði 65 herbergi með baði (einstaklings, tveggja-, þriggja manna eða fjölskylduherbergi). Þráðlaust net er að finna í hverju herbergi og er sjónvarpsstofa á hverri hæð.
Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni og er vínbar að finna í anddyri hótelsins. Starfsfólk okkar aðstoðar þig síðan eftir besta megni við að skipuleggja dvöl þína hér í fríinu og gera hana sem ánægjulegasta.
Tjaldsvæðið á Hofsósi er staðsett við hliðina á grunnskólanum á Hofsósi. Þar er nýlegt salernishús með sturtu og útivöskum. Hægt er að kaupa rafmagn á svæðinu og losa ferðasalerni. Einstaklega fjölskylduvænt svæði. Hoppubelgur, aparóla og fleiri leiktæki eru staðsett við hlið tjaldsvæðisins auk þess sem hin margverðlaunaða sundlaug á Hofsósi er aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð. Samstarf er á milli tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð.
Lítið gistiheimili á bænum Glæsibæ, 10 mín. akstur sunnan við Sauðárkrók í Skagafirði. Á bænum er stundaður búskapur með sauðfé og hross, andrúmsloftið er heimilislegt og hlýlegt. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar sumar sem vetur s.s fuglaskoðun og fjölbreyttar gönguleiðir í næsta nágrenni. Kjörinn dvalarstaður til skoðunarferða um fallegt, söguríkt hérað. Verönd með heitum potti og grilli.
Tjaldstæðið á Hólum er eitt af fallegustu tjaldsvæðum landsins, enda umlukið skjóli af trjám og fallegri náttúru. Tjaldstæðið er ekki búið nútímaþægindum eins og rafmagni og hentar því ekki öllum ferðalöngum. Svæðið er fullkomið fyrir þá sem ekki bundnir af rafmagni og vilja njóta tengingar við náttúru og menningu. Ótal gönguleiðir eru um skóginn og fjöllinn í kring. Samstarf er á milli tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð.
Draumasvæði fjölskyldunnar. Svæðið er sunnan til í Reykjarhóli sem er skógi vaxinn og því mjög skjólgóður. Tjaldsvæðið er í misstórum básum sem eru afmarkaðir með trjábeltum. Friðsæll og notalegur staður með snyrtilegum salernum, heitu og köldu vatni, rafmagni og losunarstað fyrir ferðasalerni. Á tjaldstæðinu sjálfu er svokallaður æslabelgur sem börn geta skemmt sér á tímunum saman. Samstarf er á milli tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð.
Karuna Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili staðsett við þjóðveg 75, mitt á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Við erum staðsett á sveitabæ og bjóðum upp á stórkostlegt útsýni, hesta á beit, hænur á vappi og nokkra hunda að leik.
Gistiheimilið telur 10 herbergi, fimm 2ja manna með sameiginlegu baðherbergi og fimm stærri herbergi með sér baðherbergi sem rúma allt upp í 5 manna fjölskyldu. Það er sameiginlegt eldhús og borðstofa fyrir öll herbergin.
Gisting fyrir fjóra í rúmgóðu fjölskyldu herbergi. Sameiginlegt baðherbergi.
Eitt tvíbreitt rúm og koja. Morgunverður innifalinn.
Gisting fyrir tvo í rúmgóðu herbergi. Tvo tvíbreið rúm. Sameiginlegt baðherbergi. Morgunverður innifalinn.
Gisting á sveitabæ. Í boði er Leifshús sem er þriggja herbergja íbúðarhús með heitum potti, Gestahús efri hæð sem er sumarhús með 2 herbergjum og Gestahús neðri hæð sem er lítil íbúð. Hægt er að velja um uppbúið rúm eða svefnpokapláss. Á bænum eru 65 mjólkurkýr, kindur, geitur, hestar, hænur og íslenskir fjárhundar.
Sóti Lodge býður viðskiptavinum gæðagistingu í Fljótum í hjarta Tröllaskaga, í sögulegu skólahúsi með útsýni yfir náttúru Fljóta frá strönd til tinda. Við leggjum áherslu á gestrisni, gæði og ábyrga ferðaþjónustu og bjóðum þægilega gistingu með hálfu fæði innifalið, þar sem lögð er áhersla á að nýta hráefni úr nærbyggðum.
Á Bakkaflöt er boðið upp á fjölbreytta gistimöguleika og má þá nefna herbergi án baðs í uppbúnum rúmum eða svefnpoka, herbergi með baði og sumarhús. Tjaldstæði þar sem innifalið er afnot af gasgrillum og eldunaraðstöðu. Hundar eru aðeins leyfðir ef þeir eru í bandi.
Við erum með um 20 1-3 manna herbergi án baðs með uppábúnum rúmum eða sem svefnpokagistingu. Snyrtingar og sturtur á göngunum.