Heimili Norðursins
Visit Skagafjörður



Matvælahéraðið Skagafjörður
Í Skagafirði er öflug og fjölbreytt matvælaframleiðsla. Allt árið um kring eiga ferðamenn á leið um Skagafjörð þess kost að nálgast fjölbreytt úrval af skagfirskri matvöru á veitingastöðum, í verslunum eða jafnvel á mörkuðum og beint frá bændum.
Leitið að merki Matarkistunnar Skagafjarðar og bragðið brot af því besta í skagfirskri matargerð.



Saga við hvert fótmál
Skagafjörður státar af ríkulegum menningararfi og fornfrægum sögustöðum en allt frá landnámstíð hefur Skagafjörður gegnt mikilvægu hlutverki í sögu lands og þjóðar.









Norðurstrandarleið
Norðurstrandarleið liggur í gegnum Skagafjörð. Norðurstrandarleið er 900 km leið sem liggur um strendur norðurlands frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Norðurstrandarleið snýr baki við troðnum slóðum og beinir ferðamanninum inn á hið fáfarna og afskekkta – að kanna norðurströnd Íslands í næsta nágrenni við heimskautsbauginn.



Sæktu appið
Í Visit Skagafjörður appinu er að finna alla þá afþreyingu og þjónustu sem Skagafjörður hefur uppá að bjóða. Hægt er að nálgast opnunartíma og verð fyrirtækja allt á einum stað. Frábær ferðafélagi á ferð um Skagafjörðinn.





