Dalakaffi er staðsett á Helgustöðum í Unadal í Skagafirði.
Einstök matarupplifun
Veitingastaðir í Skagafirði bjóða upp á fjölbreytta rétti þar sem notað er úrvals hráefni beint frá býli undir merkinu Matarkistan Skagafjörður.
Árstíð
- Allt árið
- Haust
- Sumar
- Vetur
- Vor
Veitingar
- Allar veitingar
- Bar
- Kaffihús
- Matarkistan Skagafjörður
- Matarviðburðir
- Söluskálar
- Veitingastaðir
18 Niðurstöður
Bensínstöð, veitingasala, nauðsynjavara, vörur beint frá býli.
Veitingastaðurinn býður upp á góða Arctic-gourmet matargerð að hætti Tóta. Þetta felur í sér hugmyndafræði Tóta, sem er bæði eigandi veitingastaðarins og kokkur. Er áherslan á staðbundið hráefni og að unnið sé með það á staðnum, hvort sem um er að ræða eldun, bakstur eða annað.
Megináherslan er alltaf á að veita einstaka upplifun sem samanstendur af góðum mat, villtri náttúru og frábæru andrúmslofti.
RETRO Mathús er veitingastaður staðsettur á fallegum stað á Hofsósi. Retro er opið yfir sumarmánuðina.
Suðurbraut, 565 Hofsós
4974444
Á veitingastaðnum Bakkaflöt er boðið upp á 1-3 rétta máltíðir á kvöldin. Veitingasalurinn tekur um 80 manns í sæti og jafnframt er þar bar.
Boðið upp á morgunmat milli kl 8.00 og 10.00.
Á veitingastaðnum á Hótel Varmahlíð leggjum við mikla áherslu á þægilega upplifun, góðan mat og persónulega þjónustu.
Yfir daginn geta gestir og gangandi komið og fengið sér rjúkandi kaffidrykki og köku dagsins, auk vel valinna rétta af matseðli.
Á kvöldin tekur við matseðill með úrvali rétta þar sem áherslan er á hráefni úr héraði.
Við tökum glöð á móti hópum, hvort sem um er að ræða afmælisveislur, saumaklúbba, fjölskyldu- vina- eða vinnuhittinga eða bara eitthvað allt annað. Við hins vegar biðjum ykkur að hafa samband og panta með fyrirvara ef fjöldinn fer yfir tíu manns.
N1 Sauðárkróki býður úrval nauðsynjavöru og fjölbreytta veitingasölu ásamt sjálfsafgreiðslu á eldsneyti. N1 er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Með þjónustunet sem telur á annað hundrað afgreiðslustaði veitir félagið fólki og fyrirtækjum afburða þjónustu á sviði bíltengdrar starfsemi ásamt heildarlausnum í rekstrarvörum og eldsneyti til fyrirtækja. N1 er alls staðar í leiðinni og viðskiptavinir ganga að öruggri, vandaðri og fjölbreyttri þjónustu. N1 rekur 100 þjónustustöðvar um land allt.
Jarlstofa er veitingastaður á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki og er opin frá 1. maí - 30. september 2024.
Í Olís Varmahlíð er Grill66 og hægt að kaupa staðgóðan mat sem eldaður er á staðnum. Einnig er þar matvöruverslun og bensínstöð.
Veitinga- og kaffihúsið Grána Bistro er staðsett að Aðalgötu 21 á Sauðárkróki í sama húsnæði og sýningin 1238 – Baráttan um Ísland.
Fyrr á árum hýsti húsnæðið m.a. verslun Kaupfélagsins Gránu og gamla mjólkursamlagið á Sauðárkróki.
Það er því vel við hæfi að bjóða upp á veitingar úr skagfirsku hráefni á þessum stað.
Áshús er kaffihús á safnsvæði Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ. Í Áshúsinu er hugguleg kaffistofa sem spilar stórt hlutverk í safnheimsókninni og felst í að gefa gestum safnsins tækifæri til að bragða á og njóta veitinga að hætti ömmu og mömmu og upplifa stemningu liðins tíma.
Kaffi Krókur Sportbar & Grill er staðsettur við Aðalgötu á Sauðárkróki.
Kaffi Krókur býður upp á léttan grill matseðil, pílu og pool.
Aðalgata 16, 550 Sauðárkrókur
003544536454
Grand-Inn Bar and Bed
er staðsett við Aðalgötu á Sauðárkróki. Við bjóðum upp á bjór á krana frá Norðurlandi - það er alltaf eitthvað frá Kalda og Segull 67 á krana. Til viðbótar eru við með yfir 100 tegundir af flösku bjór bæði innlendum og erlendum.
Aðalgata 19, 550 Sauðárkrókur
003548445616
Á Reykjum bjóðum við upp á léttar veitingar á litlu notalegu kaffihúsi, Grettis Café, sem staðsett er alveg við sjóinn. Þar seljum við einnig aðgang að Grettislaug, gistingu og tjaldsvæði. Grettis Café er opið yfir sumarmánuðina.
Rótgróið bakarí sem hefur starfað óslitið frá árinu 1880 og er því orðið 140 ára gamalt. Alltaf nýbakað og nýsmurt. Hjá okkur er allt framleitt á staðnum af fagfólki. Ásamt því að við reynum eftir fremsta megni að notast við hráefni úr héraði. Verið velkomin til okkar við munum taka vel á móti þér og þínum. kveðja starfsfólk Sauðárkróksbakarís
Hard Wok Cafe leggur sig fram við að elda góðan mat úr fersku hráefni undir austurlenskum áhrifum. Við bjóðum líka upp á ekta ítalskar pizzur, mexikóskan mat og geggjaða hamborgara.